Aðgerðaáætlun Evrópusambandsins gegn krabbameinum, hefur kynnt til sögunnar nýtt verkefni í tengslum við krabbameinsskimanir, með styrk frá ESB, til þess að tryggja árangursríkar krabbameinsskimanir í öllum aðildarríkjum.
Markmið EUCanScreen verkefnisins er að stuðla að sjálfbærri framkvæmd hágæða skimunar fyrir brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristilkrabbameini, auk þess að undirbúa ráðlagðar skimanir fyrir lungna-, maga- og blöðruhálskirtilskrabbameini. Meginmarkmið verkefnisins er að draga úr byrði krabbameina og stuðla að jöfnuði í aðgengi að krabbameinsskimunum innan evrópska efnahagssvæðisins.
Markmiðið er að:
- Tryggja fulla, hagkvæma og gæðatryggða skimun fyrir brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristilkrabbameini.
- Undirbúa skimun fyrir lungnakrabbameini, blöðruhálskirtilskrabbameini og magakrabbameini þar sem það á við.
- Bæta gagnasöfnun og eftirlit og tryggja jafnt aðgengi að krabbameinsskimunum.
- Efla samstarf við önnur verkefni ESB til að tryggja sjálfbærni.
Tuttugu og níu lönd taka þátt í samstarfinu, 25 aðildarríki ESB, auk Úkraínu, Moldóvu, Noregs og Íslands. Verkefnið er samhæft af Háskólanum í Lettlandi og að því koma 28 leiðandi stofnanir, 61 tengdur aðili og 7 tengdir samstarfsaðilar.