FLIKK - Netmeðferð fyrir foreldra barna með kvíða

FLIKK

FLIKK er internetmeðferð fyrir foreldra og aðra umönnunaraðila barna með kvíðavanda á aldrinum 5-12 ára.

Markmiðið er að kenna foreldrum aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíðavanda og auka aðgengi að árangursríkri meðferð.

Meðferðin samanstendur af sjö meðferðarhlutum sem foreldrar vinna á sínum tíma á netinu. 

Foreldrar fá vikuleg símtöl frá sálfræðingi á heilsugæslustöð meðan á meðferð stendur auk eftirfylgdar mánuði eftir að meðferð lýkur. 

Um rannsóknarverkefni er að ræða sem unnið er í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur þessarar meðferðar.

Umsjón

Sálfræðingar barna á heilsugæslustöðvum sjá um meðferðina. 

Tengiliður er Alda Ingibergsdóttir, leiðtogi sálfræðiþjónustu barna.

Nánari upplýsingar á: FLIKK - Internetmeðferð við kvíðavanda barna

Fyrirkomulag

Ef þú telur að barnið þitt sé að glíma við kvíða, er á aldrinum 5-12 ára og þú vilt fá aðstoð, þá getur þú smellt á hlekkinn hér að neðan til að skrá þig í rannsóknina.

Við biðjum þig að svara nokkrum spurningum til að meta hvort meðferðin henti ykkur. Ef svörin benda til þess að barnið þurfi aðstoð, mun sálfræðingur á heilsugæslustöð hringja stuttlega í þig.

Í símtalinu verður FLIKK útskýrt nánar og farið yfir hvort þið uppfyllið þátttökuskilyrðin. Foreldrar sem uppfylla skilyrðin fá síðan aðgang að FLIKK og úthlutað meðferðaraðila sem leiðir þau í gegnum meðferðina.

Skráning og nánari upplýsingar á skraning.flikk.is