FLIKK er internetmeðferð fyrir foreldra og aðra umönnunaraðila barna með kvíðavanda á aldrinum 5-12 ára.
Markmiðið er að kenna foreldrum aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíðavanda og auka aðgengi að árangursríkri meðferð.
Meðferðin samanstendur af sjö meðferðarhlutum sem foreldrar vinna á sínum tíma á netinu.
Foreldrar fá vikuleg símtöl frá sálfræðingi á heilsugæslustöð meðan á meðferð stendur auk eftirfylgdar mánuði eftir að meðferð lýkur.
Um rannsóknarverkefni er að ræða sem unnið er í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur þessarar meðferðar.