Almennar upplýsingar

icon

Contact usHringið í síma 513-5600 og skiljið eftir skilaboð til teymisins. Hringt er til baka við fyrsta tækifæri.
icon

Þjónusta er veitt meðheimsóknum í fangelsin, símaviðtölum og fjarfundabúnaði.

Um teymið

Í teyminu starfa geðlæknar, geðhjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræðingar og klínískir sálfræðingar. 

Samráð er á milli teymisins og annarra heilbrigðisstarfsmanna í fangelsunum auk þess sem samstarf er við meðferðarsvið fangelsismálastofnunar, félagsþjónustu og grasrótarsamtök sem láta sig varða málefni fólks í og eftir afplánun.

 

Fyrir hverja?

Þjónusta Geðheilsuteymis fangelsa HH (GHF) er fyrir fólk sem er í afplánun í fangelsi og hefur því ekki aðgang að geðheilbrigðisþjónustu á sinni heilsugæslu eða öðrum stofnunum.  Þjónustan nær einnig til þeirra sem eru á reynslulausn.

Geðheilsuteymi fangelsa HH þjónar öllum fangelsum landsins.

Þjónustan

Geðheilsuteymið sinnir almennri geðheilbrigðisþjónustu svo sem greiningu og meðferð geðraskana, fíknivanda og ADHD.

Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimsóknum í fangelsin, símaviðtölum og fjarfundabúnaði. 

Geðheilsuteymi fangelsa vísar einnig á aðra geðheilbrigðisþjónustu eins og innlögn á geðdeild ef þörf krefur í afplánun og aðra þjónustu sem þörf er á við lok afplánunar.

Tilvísanir

Tekið er við beiðnum frá heilbrigðisstarfsmönnum, meðferðarsviði Fangelsismálastofnunar og varðstjórum sem óska eftir aðkomu teymisins vegna veikinda eða geðræns vanda skjólstæðinga sinna.

Teymið tekur við ábendingum frá aðstandendum. 

Samvinna

Þjónustan byggir á sérþekkingu starfstétta og þverfaglegri samvinnu starfsmanna teymisins og samstarfsaðila.

Um teymið

magnifier
HHStaffJobtitlePhoneEmail
Arndís Vilhjálmsdóttir513-5600
Elsa Bára Traustadóttir513-5600
Helena Bragadóttir513-5600
Matthías Matthíasson513-5600
Sandra Sif Sæmundsdóttir513-5600
Sigurður Örn Hektorsson513-5600

Did you find the content helpful?

Yes

Rusl-vörn


Why not?