Umsóknir vegna vísindarannsókna hjá HH

Rannsóknir sem fara fram innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) skulu lagðar fyrir Vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Vís-HH).

Nefndin fundar reglulega og tekur umsóknir til umfjöllunar í þeirri röð sem þær berast. Gera skal ráð fyrir að umsókn berist að minnsta kosti viku fyrir auglýstan fund.

Rannsóknir sem, vegna eðlis þeirra eða aðgangs að heilbrigðisgögnum, falla undir leyfisveitingu Vís-HH eru meðal annars:

  • Vísindarannsóknir á fólki
  • Gagnarannsóknir á fyrirliggjandi sjúkraskrám
  • Rannsóknir sem hafa að markmiði að skapa nýja þekkingu og/eða miðla niðurstöðum opinberlega (t.d. með birtingu í tímaritum eða á ráðstefnum)

Gæðaverkefni, sem almennt eru unnin af starfsfólki HH og miða að innri umbótum, falla ekki undir umfjöllun Vís-HH.

Umsóknarferlið og afgreiðsla umsókna

Ferli innan einstakra starfsstöðva

  • Sé rannsókn bundin við eina starfsstöð og hefur fengið samþykki yfirmanns, skal hún aðeins tilkynnt til Vís-HH.
  • Rannsóknir sem ná til fleiri en einnar einingar HH skulu ávallt fara fyrir Vís-HH til umsagnar.

Umsóknarferlið og afgreiðsla umsókna

1. Umsókn:

  • Sækja skal um leyfi til Vísindasiðanefndar – vsn.is (ef við á) áður en umsókn er send til Vís-HH.
  • Umsókn, ásamt umsókn og leyfi vísindasiðanefndar og fylgigögnum skal senda á netfangið visindanefnd@heilsugaeslan.is.
  • Rannsókn má ekki hefjast fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir.

2. Umsögn Vís-HH:

  • Vís-HH veitir umsögn og leggur mat á siðferðileg og fagleg atriði.
  • Umsögnin getur verið:
    • Samþykkt / mælt með
    • Samþykkt með fyrirvara / athugasemdum
    • Hafnað
  • Umsögn er send til framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar sem meta rekstrarlega þætti og staðfesta framkvæmd. Að því loknu sendirVís-HH formlegt svar til umsækjanda.

3. Eftir samþykki:

  • Ef breytingar verða á tímaáætlun rannsóknar þarf ný áætlun að hljóta samþykki Vís-HH.
  • Sé umsókn samþykkt með fyrirvara eða athugasemdum skal umsækjandi skila endurbættri áætlun innan tiltekins tíma – annars telst rannsókninni hætt.

Skilyrði og ábyrgð

Tilnefna skal tengilið innan HH sem er starfsmaður stofnunarinnar með viðeigandi háskólamenntun . Tengiliðurinn ber ábyrgð á framkvæmd rannsóknarinnar innan HH og tryggir að hún fari fram í samræmi við  veitt leyfi.

Aðgangur að sjúkraskrám

Aðgangur að gögnum úr sjúkraskrám er aðeins heimilaður að fengnu samþykki vörslumanns skrárinnar.
Fótspor (notkunarskráning) skal skráð í Sögu, annaðhvort af gagnavinnsluaðila eða rannsakanda.

Miðlun niðurstaðna og lok rannsóknar

Að rannsókn lokinni skal senda staðfestingu á lokum og helstu niðurstöður til Vís-HH.
Ef greinar eru birtar í ritrýndum tímaritum skal afrit þeirra einnig sent nefndinni.

Umsóknareyðublað og fylgiskjöl

Við umsókn skal skila eftirfarandi gögnum:

Fyrirspurnir má senda á: visindanefnd@heilsugaeslan.is

Vísindanefnd HH

Nefndarmenn

  • Anna Bryndís Blöndal (Ph.D) - Dósent í lyfjafræði við HÍ og fagstjóri lyfjaþjónustu hjá HH/ÞÍH, formaður
  • Óla Kallý Magnúsdóttir (Ph.D) - Fagstjóri næringarsviðs hjá HH/ÞÍH 
  • Anna Sigríður Vernharðsdóttir (M.Sc.) - Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,  gæðastjóri hjá HH

Starfsmaður nefndarinnar er Arna Þórdís Árnadóttir verkefnastjóri hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Netfang nefndarinnar er visindanefnd@heilsugaeslan.is

Skipun

Vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) er skipuð af framkvæmdastjórn HH. 

Í nefndinni sitja þrír fulltrúar með viðeigandi háskólamenntun, tilnefndir af HH. Æskilegt er að einn nefndarmaður  sé jafnframt í  starfi við HÍ. Nefndin getur kallað til aðra sérfræðinga eftir þörfum  við mat einstakra umsókna. 

Skipunartími nefndarinnar er fjögur ár. Ekki er greitt sérstaklega fyrir setu í nefndinni.

Hlutverk

Hlutverk nefndarinnar er að meta umsóknir um vísindarannsóknir sem fara fram innan HH og veita umsögn. Nefndin metur siðferðileg álitaefni sem hluta af heildarmati verkefna. Vísindanefnd HH er umsagnaraðili og getur hafnað rannsókn þrátt fyrir samþykki Vísindasiðanefndar. Nefndin metur hvort rannsókn samræmist stefnu, forgangsröðun og rekstrarlegum forsendum HH. Þá er einnig litið til siðferðilegra þátta með áherslu á velferð og öryggi skjólstæðinga. 

Sé rannsókn heimiluð skilar nefndin áliti til framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar, sem meta rekstrarlegar forsendur og skila endanlegri afgreiðslu til nefndarinnar.

Nefndin heldur jafnframt skrá yfir allar rannsóknir sem fara fram á vettvangi HH.