Nefndarmenn
- Anna Bryndís Blöndal (Ph.D) - Dósent í lyfjafræði við HÍ og fagstjóri lyfjaþjónustu hjá HH/ÞÍH, formaður
- Óla Kallý Magnúsdóttir (Ph.D) - Fagstjóri næringarsviðs hjá HH/ÞÍH
- Anna Sigríður Vernharðsdóttir (M.Sc.) - Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, gæðastjóri hjá HH
Starfsmaður nefndarinnar er Arna Þórdís Árnadóttir verkefnastjóri hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Netfang nefndarinnar er visindanefnd@heilsugaeslan.is
Skipun
Vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) er skipuð af framkvæmdastjórn HH.
Í nefndinni sitja þrír fulltrúar með viðeigandi háskólamenntun, tilnefndir af HH. Æskilegt er að einn nefndarmaður sé jafnframt í starfi við HÍ. Nefndin getur kallað til aðra sérfræðinga eftir þörfum við mat einstakra umsókna.
Skipunartími nefndarinnar er fjögur ár. Ekki er greitt sérstaklega fyrir setu í nefndinni.
Hlutverk
Hlutverk nefndarinnar er að meta umsóknir um vísindarannsóknir sem fara fram innan HH og veita umsögn. Nefndin metur siðferðileg álitaefni sem hluta af heildarmati verkefna. Vísindanefnd HH er umsagnaraðili og getur hafnað rannsókn þrátt fyrir samþykki Vísindasiðanefndar. Nefndin metur hvort rannsókn samræmist stefnu, forgangsröðun og rekstrarlegum forsendum HH. Þá er einnig litið til siðferðilegra þátta með áherslu á velferð og öryggi skjólstæðinga.
Sé rannsókn heimiluð skilar nefndin áliti til framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar, sem meta rekstrarlegar forsendur og skila endanlegri afgreiðslu til nefndarinnar.
Nefndin heldur jafnframt skrá yfir allar rannsóknir sem fara fram á vettvangi HH.