Fræðadagur 2025 - 14. nóvember

Fimmtándi Fræðadagur heilsugæslunnar verður 14. nóvember 2025 á Hótel Hilton Nordica.

Yfirskrift dagsins að þessu sinni er: Ný hagnýt þekking í klínísku starfi. 

Skráning og upplýsingar um þátttökugjald og greiðslufyrirkomulag

Dagurinn byrjar með sameiginlegri dagskrá en eftir morgunhressingu verður hægt að velja milli þriggja málstofa.

Eftir hádegishlé verður hægt að velja á milli þriggja málstofa og endað á sameiginlegri dagskrá.  

Yfirlit dagsins

 8:00  Húsið opnar
 8:30  Sameiginleg upphafsdagskrá í sal A og B    
 10:00  Morgunhressing
 10:30  Salur A  Salur B  Salur H og I
 Málstofur   Börn: heildræn sýn
 Fullorðnir: heildræn sýn  Ungt fólk: heildræn sýn
 12:10  Hádegishlaðborð
 12:50  Salur A  Salur B  Salur H og I
 Málstofur   Forvarnir, heilsuefling og heilsulæsi   Líkamlegir kvillar  Geðrænar áskoranir og taugaþroski 
 14:30  Síðdegishressing
 14:50  Sameiginleg lokadagskrá sal A og B
 16:00  Dagskrá lýkur

 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar

Sameiginleg upphafsdagskrá

Salir A og B

Fundarstjóri; Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur

8:30     Setning Fræðadagsins - Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri HH
8:45     Byggjum brú milli háskóla og heilsugæslu - Brynja Örlygsdóttir prófessor í heilsugæsluhjúkrun HÍ og S. Sía Jónsdóttir dósent við hjúkrunarfræðideild HA
9:05     Menningarnæmni: lykill að trausti í þjónustu við innflytjendur  - Sólveig Sveinbjörnsdóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur í alþjóðlegum samskiptum 
9:25    Áhrif álags og áfalla á líðan, samskipti og heilsu - Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir 

Morgunhressing 10:00 til 10:30

Börn: heildræn sýn

Salur A

Fundarstjóri; Hrafnhildur Halldórsdóttir talmeinafræðingur 

      
10:30    Lengi býr að fyrstu gerð: norrænt samstarf - Stefanía Birna Arnardóttir hjúkrunarfræðingur 
10:50    Börnin okkar: heildræn og aðgengileg þjónusta fyrir barnafjölskyldur í Mosfellsbæ - Daðey Albertsdóttir og Helgi Þór Harðarson sálfræðingar
11:10    VIG meðferð (Video Interaction Guidance) í þjónustu Fjölskylduteymis GMB - Fríður Guðmundsdóttir sálfræðingur og Soffía Bæringsdóttir fjölskyldufræðingur 
11:30    Matvendni barna - Berglind Lilja Guðlaugsdóttir næringarfræðingur
11:50   Kraftmiklir krakkar, lífsstílsmeðferð fyrir börn með offitu og foreldra þeirra á heilsugæslu - Vignir Sigurðsson læknir og Bjarnheiður Böðvarsdóttir hjúkrunarfræðingur HSU

Fullorðnir: heildræn sýn

Salur B

Fundarstjóri: Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir læknir

      
10:30     Undirliggjandi orsakir háþrýstings: hvað þarf að skoða - Hrafnhildur Gunnarsdóttir sérnámslæknir í lyflækningum
10:50    Bætt heilsutengd lífsgæði samhliða hreyfiseðilsúrræðinu: niðurstöður rannsóknar - India Bríet Böðvarsdóttir Terry sjúkraþjálfari 
11:10     Viðhorf skjólstæðinga með langvinnan heilsuvanda - Inga Þórsdóttir forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ 
11:30    Akureyrarklínikin: ME og long covid - Friðbjörn Sigurðsson læknir  og Lilja Sif Þórisdóttir félagsráðgjafi 
11:50   Akureyrarklínikin framhald

 

Ungt fólk: heildræn sýn

Salur H og I uppi

Fundarstjóri: Gyða Dögg Einarsdóttir sálfræðingur

      
10:30     Hvernig mætum við unga fólkinu? - Tinna Karen Árnadóttir heimilislæknir 
10:50     Hvað gera hjúkrunarfræðingar í framhaldsskólum? - Arna Garðarsdóttir og Ásdís Eckardt hjúkrunarfræðingar 
11:10     Tilfinninga- og félagsþroski ungs fólks: þarf að aðlaga heilbrigðisþjónustu að þessum hóp? - Sigurrós Jóhannsdóttir sálfræðingur
11:30    Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi - Svanborg Sigmarsdóttir og Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir deildarstjórar hjá TR 
11:50   Ungt fólk og úrræði við vanvirkni - Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi 

 

Hádegisverður 12:10 til 12:50

Forvarnir, heilsuefling og heilsulæsi

Salur A


    
12:50    Solihull aðferðin: ný nálgun í grunnþjónustu HH - Diljá Styrmisdóttir félagsráðgjafi og Elísabet Heiðarsdóttir ljósmóðir 
13:10    Heilsuhjólið - Elínborg Bárðardóttir heimilislæknir 
13:30    Getnaðarvarnarráðgjöf í Heilsubrú - Steinunn Zophoníasdóttir og Jórunn Oddsdóttir ljósmæður 
13:50   Heilsuvernd aldraðra í Hlíðum - Sóley Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur 
14:10   Gott og einfalt:  samstarfsverkefni SÍBS, Krabbameinsfélags Íslands og embættis landlæknis - Gunnhildur Sveinsdóttir  lýðheilsufræðingur og verkefnastjóri hjá SÍBS

Líkamlegir kvillar: áhersla á meðferð

Salur B


    
12:50    Kæfisvefn á Íslandi: algengi, heilsufarsáhrif og nýjar meðferðarleiðirElín Helga Þórarinsdóttir læknir 
13:10    Þyngdarstjórn: næring, hreyfing og lyfjameðferð - Arna Steinarsdóttir sjúkraþjálfari og Óla Kallý Magnúsdóttir næringarfræðingur 
13:30    Afvísun (deprescribing) og eldri einstaklingar: hvernig drögum við úr ónauðsynlegri lyfjameðferð? - Anna Bryndís Blöndal og Elín Ingibjörg Jacobsen lyfjafræðingar
13:50   ”Ég þekki sjálfa mig ekki lengur”: hormónaheilsa kvenna  - Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir 
14:10   Heimahjúkrun, umönnunarþörf í heimaþjónustu - Inga Valgerður Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur 

Geðrænar áskoranir og taugaþroski: áhersla á meðferð

Salur H og I - uppi

Fundarstjóri: Heimir Snorrason sálfræðingur

     
12:50    Sálfræðiþjónusta í 1. línu - Gyða Dögg Einarsdóttir og Alda Ingibergsdóttir sálfræðingar
13:10    DAM námskeið fyrir unglinga og ungmenni - Sigurrós Jóhannsdóttir, Alexía Margrét Jakobsdóttir og Kristín Rós Sigurðardóttir sálfræðingar
13:30    OCD námskeið: samstarf HÍ og GMB - Silja Björk Egilsdóttir og Dagmar Kristín Hannesdóttir sálfræðingar
13.50    Geðheilsuteymin: þverfagleg nálgun fyrir hverja? Ólöf Birna Kristjánsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og Ingólfur Sveinn Ingólfsson geðlæknir 
14:10    Frá vísindum til velferðar:  áfallamiðuð nálgun í barneignaferli - Anna María Jónsdóttir geðlæknir

Síðdegishressing 14:30 til 14:45

Sameiginleg lokadagskrá

Salir A og B - Fundarstjóri Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur

      
14:45    Heilsu- og tilfinningalæsi - Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir og rithöfundur
15:15    Samantekt - Íris Dögg Harðardóttir, Nanna Sigríður Kristinsdóttir og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjórar
15:40     Skemmtiatriði Madame Tourette - Elva Dögg Hafberg