Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun - framlengd auglýsing

Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun

Lausar eru til umsóknar 6 sérnámsstöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæsluhjúkrun við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Hver sérnámsstaða er 80% og veitist frá 1. ágúst 2021 til eins árs. Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með diplóma gráðu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Markmið sérnáms: - Efla hæfni hjúkrunarfræðinga, meðal annars í þverfaglegu samstarfi á heilsugæslustöð. - Móta viðhorf og sýn til þjónustu heilsugæslunnar í komandi framtíð. - Veita nemendum tækifæri til að rýna í og innleiða gagnreynda starfshætti í daglegu starfi undir handleiðslu lærimeistara á heilsugæslustöð.

Hæfnikröfur

- Almennt hjúkrunarleyfi, BS gráða (lágmarkseinkunn 7,00) - Viðkomandi sé starfandi á heilsugæslustöð og hafi a.m.k. eins árs starfsreynslu í heilsugæslu - Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi - Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um hjúkrunarmenntun ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt, til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisinsskulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 12.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

Sesselja Guðmundsdóttir - sesselja.gudmundsdottir@heilsugaeslan.is - 513-5046

HH Hjúkrunarforstjóri
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »