Alþjóðlega brjóstagjafavikan 20. - 25. september

Mynd af frétt Alþjóðlega brjóstagjafavikan 20. - 25. september
20.09.2011

Eitt af mikilvægustu verkefnum ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga sem starfa í ung- og smábarnavernd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að styðja við mæður og aðstoða þær við brjóstagjöf.

Þessa vikuna,  20. - 25.september, er alþjóðlega brjóstagjafavikan haldin hátíðleg en þetta er í fjórða sinn sem vikan er haldin formlega á Íslandi.

Þemað í ár er: „Sjáumst.“ Hugmyndin bak við þetta er að leggja áherslu á mikilvægi þess að gera brjóstagjöf sýnilega og sjálfsagða hvar sem er og hvenær sem er í okkar samfélagi.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá til þess að minna á mikilvægi brjóstagjafar en dagskránni lýkur með Málþingi um brjóstagjöf, laugardaginn, 24 september..

Við bendum á fjölbreytt fræðsluefni um brjóstagjöf hér á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Á Þróunarstofu heilsugæslunnar er einnig boðið upp á vikulega fræðslu um brjóstagjöf.