Fræðsla um getnaðarvarnir

Hóptímar

Nú er í boði fræðsla um getnaðarvarnir á vegum Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Farið er yfir ólíkar tegundir getnaðarvarna, verkun þeirra og áhrif á líkamann. Markmiðið er að efla þekkingu á getnaðarvörnum með þeim tilgangi að hver kona geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða getnaðarvörn henti henni best hverju sinni.

Hóptíminn hentar öllum konum sem langar til að fræðast um það úrval getnaðarvarna sem í boði er. Í framhaldi af tímanum býðst einstaklingsbundin þjónusta sem skýrt verður frá í fræðslunni.

Umsjón

Hóptíminn er á vegum Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Leiðbeinendur eru Sólrún Ólína Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Steinunn Zophoníasdóttir, ljósmóðir. Þær eru báðar með diplómagráðu í kynfræði frá Háskóla Íslands.

Fyrirkomulag

Fræðslan fer fram í hóptímum gegnum fjarfundakerfið Teams.

Greitt er 5.000 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum. Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu.

Teams fundarboð er sent út einum til þremur dögum fyrir hóptímann. 

Hafið samband á kvenheilsa@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki við skráningu og ef Teams fundarboð er ekki komið sólarhring fyrir hóptímann. 

Einnig er mikilvægt að tilkynna forföll tímanlega.

Dagsetningar og skráning

Næstu hóptímar:

  Skráningarsíða 

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn