Fræðsla um sykursýki

Hóptímar

Boðið er upp á hópfræðslu um sjúkdóminn sykursýki 2.

Í fræðslunni er farið í skilgreiningu sjúkdómsins og þróun hans. Fjallað verður um hvaða áhrif hækkaður blóðsykur hefur á heilsu. Einnig hvernig eftirliti og stuðningi er háttað. Loks verður rætt um ýmsar leiðir til að efla heilsu og bæta líðan.

Markmið fræðslunnar er að auka þekkingu og skilning á sjúkdómnum sykursýki 2.

Fræðslan fer fram í hóptímum og það eru 15-20 einstaklingar í hverjum tíma.

Hóptíminn hentar öllum einstaklingum sem langar til að fræðast um sykursýki 2. 

Umsjón

Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með hóptímunum.

Leiðbeinandi er Svava Björk Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
 

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram hjá Heilsubrú í Þönglabakka 6, 109 Reykjavík, 3. hæð. Það er sami inngangur og í Heilsugæsluna Mjódd.

Greitt er 5.000 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum.

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu.

Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega.

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.

Dagsetningar og skráning

Næstu hóptímar:

Fimmtudagur, 18. apríl, kl. 13:30 - 14:45

Fimmtudagur, 16. maí, kl. 13:30 - 14:45

 

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn