Hlutverk, markmið, gildi

Hlutverk HH er:

  • að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu fagstétta og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Markmið HH er:

  • að veita þeim sem til hennar leita áhrifaríka og góða heilbrigðisþjónustu
  • að bjóða samfellda, aðgengilega og heildræna þjónustu
  • að stunda árangursríkan og hagkvæman rekstur
  • að heildarskipulag og verkaskipting innan og milli heilsugæslustöðva styðji við framtíðarsýn
  • að notuð sé viðeigandi og skilvirk upplýsingatækni
  • að stundað sé stöðugt og metnaðarfullt rannsóknar- og fræðslustarf

Gildi HH eru:

Ábyrgð

Starfsfólk HH ber faglega ábyrgð á störfum sínum og gerir sér grein fyrir afgerandi gildi þeirra fyrir skjólstæðinga og mikilvægu samfélagslegu hlutverki þjónustunnar.

Fagmennska

Starfsfólk HH helgar sig verkefni hverrar stundar, vinnur af heilindum og metnaði, og leggur ríka áherslu á gæði og samvinnu. Því er annt um árangur starfsins og fylgist markvisst með áhrifum þjónustunnar.

Traust

Starfsfólk HH sýnir skjólstæðingum sínum og öðrum hagsmunaaðilum ávallt fyllstu virðingu og trúnað, gætir þagmælsku um þætti sem varða starfið og hefur í heiðri siðareglur við dagleg störf.

Þjónusta

Starfsfólk HH hefur víðtækan skilning á þörfum skjólstæðinga sinna og sýnir opinn hug og jákvæðan vilja í verki. Það hefur yfirsýn yfir úrræði og framboð heilbrigðisþjónustu og leggur sig fram um að bjóða lausnir sem tryggja samfellda og örugga þjónustu.

Framþróun

Starfsfólk HH leggur metnað í stöðugt umbótastarf, rannsóknir, kennslu og þekkingastjórnun og hefur frumkvæði að þróunarstarfi sem stuðlar að framúrskarandi heilsugæsluþjónustu.