Brjóstamyndataka flutt á Eiríksgötu 5

Mynd af frétt Brjóstamyndataka flutt á Eiríksgötu 5
13.04.2021

Skimun fyrir brjóstakrabbameini hefur nú flutt úr Skógarhlíð til Eiríksstaða, Eiríksgötu 5. Starfsemin er staðsett á þriðju hæð

Á Eiríksstöðum er nú í nýrri brjóstamiðstöð brjóstamyndgreining, göngudeildarþjónusta skurðlækna, krabbameinslækna og hjúkrunarfræðinga.

Brjóstaskimanir eru framkvæmdar á vegum Landspítala en einnig er skimað á Sjúkrahúsinu á Akureyri og víðs vegar um landsbyggðina. Brjóstamyndgreining kvenna sem hafa verið kallaðar inn í kjölfar skimunar og rannsóknir að beiðni lækna þar sem grunur er um sjúkdóma í brjóstum fer fram á einingunni. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heldur utan um boðanir, bókanir og niðurstöður brjóstaskimana. 

Konum á Íslandi er boðin reglubundin skimun fyrir krabbameini í brjóstum í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis. Konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70 til 74 ára á þriggja ára fresti. Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini í síma 513-6700 hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. 

Konum með einkenni frá brjóstum og kvenlíffærum er ráðlagt að leita til læknis.