Átta starfsmenn HH fá „eggið“

Mynd af frétt Átta starfsmenn HH fá „eggið“
03.12.2020

Í dag, 3. desember, fengu þeir starfsmenn sem náð hafa 20 ára starfsaldri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) viðurkenningu fyrir áfangann. Sú hefð hefur skapast að á þessum tímamótum er afhentur listmunur eftir Koggu, eggið svokallaða.

Venjulega eru vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir viðstaddir þessa athöfn og boðið er upp á veitingar og tónlist.  Núna voru bara starfsmennirnir, Óskar Reykdalsson forstjóri, Svava Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar á staðnum og athöfninnni var streymt.

Óskar flutti stutt ávarp til starfsmanna þar sem hann minnti á  að reyndir starfsmenn eru kjölfestan í starfinu og þakkaði framlag þeirra í þágu skjólstæðinga okkar. Um leið og hver starfsmaður tók sitt egg las Svava upp ummæli vinnufélaga um starfsmanninn. 

Alls fengu átta starfsmenn viðurkenningu í ár en einn var fjarverandi. 

Eftirfarandi starfsmenn tóku við egginu:

Dagný Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hvammi
Elínborg Bárðardóttir heimilislæknir - Heilsugæslan Miðbæ og kennslustjóri Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
Hákon Jón Kristmundsson smiður - Skrifstofa HH, Deild eigna og innkaupa
Helga Harðardóttir ljósmóðir - Heilsugæslan Hamraborg
Jörundur Kristinsson heimilislæknir - Heilsugæslan Fjörður
Jóna Karitas Ívarsdóttir ljósmóðir - Heilsugæslan Hamraborg og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
Sigurlaug S. Einarsdóttir skrifstofustjóri - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi

Ólöf Jónsdóttir barnalæknir Heilsugæslunum Hamraborg og Hvammi var fjarverandi.

Samstarfsfólk hjá HH óskar áttmenningunum til hamingju með áfangann.