Ellefu sækja um starf framkvæmdastjóra geðheilbrigðisþjónustu

Mynd af frétt Ellefu sækja um starf framkvæmdastjóra geðheilbrigðisþjónustu
02.03.2021

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) auglýsti nýverið starf framkvæmdastjóra geðheilbrigðisþjónustu. 

Um er að ræða nýtt starf og því um spennandi tækifæri að ræða til að þróa og samhæfa geðheilbrigðisþjónustu innan HH.

Hlutverk framkvæmdastjóra geðheilbrigðisþjónustu er:

  • Fagleg ábyrgð, samhæfing og eftirlit með geðheilbrigðisþjónustu innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH).
  • Stuðningur við faglega þróun og starfsþróun fagstétta er starfa við geðheilbrigðisþjónustu hjá HH í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra.
  • Tengsl við aðrar heilbrigðisstofnanir og aðra starfsemi um málefni er tengjast geðheilbrigðisþjónustu.

Umsóknarfrestur var til og með 22. febrúar og ráðið verður í starfið frá 1. maí.

Alls bárust 13 umsóknir en tveir drógu umsókn sína til baka. 

Umsækjendur eru:

  • Guðlaug U. Þorsteinsdóttir
  • Guðrún Gyða Ölvisdóttir
  • Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir
  • Helena Skaptason Jónsdóttir
  • Hjördís Inga Guðmundsdóttir
  • Ingibjörg Sveinsdóttir
  • Karl Reynir Einarsson
  • Kristbjörg Þórisdóttir
  • Lára Björgvinsdóttir
  • Liv Anna Gunnell
  • Þórey Þormar