Verkfall hjúkrunarfræðinga

Mynd af frétt Verkfall hjúkrunarfræðinga
26.05.2015

Hjúkrunarfræðingar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru í verkfalli sem hófst á miðnætti  27. maí.

Það hefur mikil áhrif á starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á hverri heilsugæslustöð er einungis yfirhjúkrunarfræðingur við störf.

Starfsemi mæðraverndar og ung- og smábarnaverndar  er verulega skert eða fellur alveg niður. Heilsuvernd skólabarna og bókaðar hjúkrunarmóttökur falla alveg niður.

Hjúkrunarvakt, sem er venjulega  opin þjónusta,  sinnir nú eingöngu lífshamlandi erindum.

Reynt verður að fá undanþágu fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun til að hún raskist sem minnst en ekki verður tekið við neinum nýjum beiðnum á meðan á verkfalli stendur.