Grein um þróun geðheilsuteyma

Mynd af frétt Grein um þróun geðheilsuteyma
14.08.2019


Í afmælisútgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga skrifar Sigríður Hrönn Bjarnadóttir um þróun geðheilsuteymanna en nú eru tvö slík hjá HH og það þriðja í væntanlegt í vetur. Teymin sem eru starfandi eru Geðheilsuteymi HH austur og Geðheilsuteymi HH vestur sem skipta með sér Reykjavík. Geðheilsuteymi HH suður mun svo sinna Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. 

Í greininni kemur m.a. fram að:

"Meginmarkmið þjónustunnar er einstaklingsmiðuð nálgun þar sem hverjum og einum er mætt þar sem hann er staddur. Lögð er áhersla á að vinna með grunnþarfir einstaklingsins, tilfinningalega líðan ásamt því að efla von, bæta sjálfsmynd, bjargráð, virkni og tengslanet. Með þjónustunni er ávallt haft í huga mikilvægi þess að hver og einn velji sína leið og bati sé einstaklingsbundinn og geti tekið mislangan tíma".

Í tímaritinu er farið rangt með starfsheiti og vinnustað Sigríðar Hrannar en hún er að sjálfsögðu teymisstjóri í Geðheilsuteymi HH austur.

Hér er hægt að lesa greinina
Þróun geðheilsuteyma