Ertu að tengja? Námskeið fyrir foreldra

Mynd af frétt Ertu að tengja? Námskeið fyrir foreldra
24.04.2023

Nú er tækifæri til að skrá sig á námskeiðið Ertu að tengja? Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið sem er ætlað foreldrum 1-5 ára barna (fædd 2017-2021). Bæði fjarnámskeið og staðnámskeið er í boði.

Hvert námskeið er fimm klukkustundir alls. Hóptímar eru á þriðjudagskvöldum 2 vikur í röð og svo er eftirfylgdarviðtal 2 til 3 vikum síðar.

Námskeiðið miðar að því að:

  • fræða foreldra um tengslamyndun og samskipti
  • mæta barni á viðeigandi hátt út frá þroskastigi 
  • hjálpa foreldrum að efla eigið tilfinningalæsi og barna sinna
  • fara yfir gagnlegar leiðir til að hjálpa foreldrum að styrkja sig í foreldrahlutverkinu

Næstu námskeið:

Staðnámskeið: Þriðjudagar:  16. og 23. maí kl. 19:30 - 21:30

Fjarnámskeið: Þriðjudagar: 25. apríl og 2. maí kl. 19:30 - 21:30

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning hér á vefnum