Sýklalyfið Staklox innkallað í varúðarskyni

Mynd af frétt Sýklalyfið Staklox innkallað í varúðarskyni
13.02.2023
Sýklalyfið Staklox hefur verið tekið úr dreifingu og þeir sem hafa fengið lyfinu ávísað beðnir um að koma í apótek til að fá samheitalyf sér að kostnaðarlausu. Ástæðan er sú að upp komu tilvik þar sem fólk smitaðist af fjölónæmri bakteríu af lyfinu í Danmörku og leikur grunur á að einn hafi smitast af völdum bakteríunnar hér á landi.

Samheitalyfið hefur í einhverjum tilvikum verið uppselt í apótekum. Þeim sem hafa notað Staklox-sýklalyfið en hafa ekki geta fengið samheitalyfið í apóteki er bent á að hafa samband við Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 513-1700 eða í gegnum netspjall á vefnum heilsuvera.is og fá leiðbeiningar um næstu skref. 

Lyfjastofnun hefur gefið út ítarlegar leiðbeiningar sem eru aðgengilegar á vef stofnunarinnar.