Seinni bólusetning fimm ára barna í Laugardalshöll

Mynd af frétt Seinni bólusetning fimm ára barna í Laugardalshöll
03.02.2022

Upplýsingar fyrir börn og fullorðna um bólusetningar barna gegn COVID-19 á mörgum tungumálum: covid.is/barn

Seinni bólusetning leikskólabarna fædd árið 2016 á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Laugardalshöll vikuna 7. til 11.febrúar 2022. Þá eru liðnar 3 vikur frá fyrri skammtinum. Barnið á að mæta á sama tíma og vikudegi og það gerði þá. 

Ef barn greinist með COVID-19 sjúkdóminn eftir fyrri bólusetninguna á að bíða með bólusetningu í 3 mánuði frá greiningardegi.

Börn 5 til 11 ára sem eiga eftir að fá fyrri skammtinn eru alltaf velkomin í Laugardalshöll. 

Dagskrá vikunna 7. til 11. febrúar:

  • Mánudagur 7. febrúar – Börn fædd í janúar og febrúar 2016
  • Þriðjudagur 8. febrúar – Börn fædd í mars, apríl og maí 2016 
  • Miðvikudagur 9. febrúar – Börn fædd í júní, júlí og ágúst 2016 
  • Fimmtudagur 10. febrúar – Börn fædd í september og október 2016
  • Föstudagur 11. febrúar – Börn fædd í nóvember og desember 2016

Barnið mætir í Laugardalshöll með fylgdarmanni á réttum tíma miðað við fæðingarmánuð. Fylgdarmaður er með barninu allan tímann og bíður með barninu eftir bólusetningu. Grímuskylda er bæði fyrir fullorðna og börn. Systkini mega koma á sama tíma. 

Samþykki/ósk um bólusetningu 
Vísum á frétt um fyrri bólusetninguna varðandi nánari upplýsingar. Samþykki sem var veitt þá gildir áfram. 

Nánari upplýsingar: