Umsækjendur um starf forstöðumanns Geðheilsumiðstöðvar barna

Mynd af frétt Umsækjendur um starf forstöðumanns Geðheilsumiðstöðvar barna
30.12.2021

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) auglýsti nýverið nýtt starf forstöðumanns Geðheilsumiðstöðvar barna.

Geðheilsumiðstöð barna mun starfa á landsvísu. Miðstöðin sameinar starfsemi þriggja starfseininga HH; Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga.

Forstöðumaður leiðir uppbyggingu og sameiningu þessarar þjónustu og vinnur að samþættingu á þjónustu við börn í þágu farsældar barna. 

Alls sóttu átta um stöðuna en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 

Umsækjendur eru:

  • Bóas Valdimarsson
  • Dagný Hængsdóttir
  • Guðlaug I. Þorsteinsdóttir 
  • Kristín Inga Grímsdóttir
  • Linda Kristmundsdóttir
  • Sigurrós Jóhannsdóttir