Bið eftir svörum úr einkennasýnatöku

Mynd af frétt Bið eftir svörum úr einkennasýnatöku
30.12.2021

Mjög mörg einkennasýni (PCR próf) eru tekin þessa dagana og mikinn tíma tekur að greina þau öll.

Þess vegna er óvenju mikil bið eftir niðurstöðum. Biðin getur orðið allt að 72 tímar. Unnið er að lausnum til að stytta þessa bið.

Vinsamlega hringið ekki á heilsugæslustöðvar til að spyrja um niðurstöður, því það er ekkert sem við getum gert til að fá niðurstöður fyrr.