Takmörkuð starfsemi 4. nóvember

Mynd af frétt Takmörkuð starfsemi 4. nóvember
03.11.2021

Fimmtudaginn 4. nóvember er fræðadagur fyrir starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH).

Þess vegna verður takmörkuð starfsemi á heilsugæslustöðvum okkar þennan dag og einungis bráðaerindum er sinnt.

Við biðjum fólk að koma ekki í inflúensubólusetningu þennan dag.

Þetta er árlegur símenntunarviðburður hjá heilsugæslunni, en hann féll niður í fyrra vegna faraldursins. Venjulega eru Fræðadagar í raunheimum, taka einn og hálfan dag og eru fyrir starfsfólk heilsugæslu um allt land. Í ár fylgist starfsfólk HH með miðlægri dagskrá í fjarfundi fyrir hádegi og svo fræðsludagskrá á hverri starfsstöð eftir hádegi.