Fjölskylduteymi

Mynd af frétt Fjölskylduteymi
29.10.2021

Fjölskylduteymi er samstarfsverkefni heilsugæslunnar, barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, velferðar- og skólaþjónustu sveitafélaga og barnaverndar.

Teymið er þverfaglegt teymi og er því ætlað að starfa þvert á stofnanir. Teymið er meðferðar/þjónustu-teymi fyrir börn og fjölskyldur í vanda og starfar samkvæmt hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun. Slík teymi hafa verið í þróun innan heilsugæslunnar undanfarin 14 ár og eru nú starfandi á flestum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og einnig á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Teymið þjónustar börn og fjölskyldur með tilfinningavanda, félagslegan vanda, þroskafrávik og/eða hegðunarerfiðleika. Því er ætlað er ætlað að setja fram áætlun sem felur í sér meðferð, stuðning eða önnur úrræði. Fagaðilar teymisins leita úrræða, samhæfa aðgerðir/þjónustu og útbúa sameiginlega meðferðaráætlun fyrir barnið þvert á stofnanir. Teymið er myndað utan um þjónustusvæði hverrar heilsugæslu og er staðsett þar. 


Á Þróunarmiðstöð hefur verið unnið að því að gera verklag um fjölskylduteymi aðgengilegra til að auðvelda þeim heilsugæslustöðvum, sem ekki hafa verið í slíku samráði, að koma því í kring Fjölskylduteymi 
Samvinna milli stofnanna, sem eru að sinna málefnum barna og fjölskyldna þeirra, er mikilvæg. Kannanir á starfsemi þverfaglegra teyma sem starfa þvert á stofnanir, líkt og fjölskylduteymið, hafa  sýnt fram á jákvæðar niðurstöður, bæði hvað varðar ánægju foreldra sem notið hafa þessarar þjónustu og eins upplifun fagfólks á samstarfinu milli stofnanna. Þjónustan hefur reynst markvissari og skilvirkari. Með tilkomu nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er gerð krafa um aukið og markvissara samstarf fagaðila þvert á stofnanir og rímar verklag fjölskylduteymisins við það.

Í lok ágúst síðastliðin var haldið námskeið fyrir teymisstjóra í starfandi teymum til að styrkja verklag teymanna og er áætlað að halda námskeið fyrir nýja teymisstjóra vorið 2022. Kristín Inga Grímsdóttir, verkefnastjóri fjölskylduteyma og sérfræðingur í barna – og unglinga geðhjúkrun á BUGL  hefur staðið að kynningum fyrir heilsugæslur og námskeið fyrir teymisstjóra 

Þann 10. nóvember kl. 13.00 verður haldin rafrænn kynningarfundur um fjölskylduteymin fyrir fulltrúa í heilsugæslu á landsbyggðinni. Fundarboð hefur þegar verið sent út. Ef óskað er eftir aðild að fundinum en fundarboð hefur ekki borist þá vinsamlega hafið samband í netfangið throunarmidstod@heilsugaeslan.is