Yfirlit yfir COVID-19 próf eftir tilefnum sýnatöku

Mynd af frétt Yfirlit yfir COVID-19 próf eftir tilefnum sýnatöku
16.09.2021

Hér er yfirlit yfir COVID-19 próf eftir tilefnum sýnatöku. Fram kemur einnig hvernig prófið er pantað og hvernig niðurstöður berast.

Vinsamlega leitið svara hér áður en þið hringið eða sendið tölvupóst.

Opnunartími

Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík nema annað sé tekið fram.
 • Opnunartími PCR prófa (einkenni, sóttkví, seinni sýnataka eftir 5 daga sóttkví og ferðalög erlendis) er kl. 8:00 - 12:00 og 12:45 - 16:00 alla virka daga og kl. 9:00 - 15:00 um helgar.
 • Opnunartími hraðprófa (Antigen – ferðalög erlendis, heimkoma, smitgát og viðburðasýnataka) er kl. 8:00 - 12:00 og 12:45 - 20:00 alla virka daga og kl. 9:00 - 15:00 um helgar. 

Einkennasýnataka

 • Eingöngu PCR próf. 
 • Prófið er pantað á mínum síðum á heilsuvera.is með rafrænum skilríkum. 
 • Ef ekki rafræn skilríki: hafa samband við netspjall Heilsuveru eða koma á Suðurlandsbraut 34 og fá aðstoð við skráningu.
 • Mikilvægt er að fólk með einkenni haldi sig í einangrun þar til niðurstöður berast.
 • SMS berst þegar niðurstaða liggur fyrir og hægt er að sjá niðurstöðu á mínum síðum á heilsuvera.is. Skráning inn á mínar síður með rafrænum skilríkum. Ef þau eru ekki fyrir hendi þá hafa samband við netspjall Heilsuveru.

Sóttkvíarsýnataka

 • Eingöngu PCR próf.
 • Rakningateymið metur hvort að viðkomandi sé kominn í sóttkví.
 • Þegar sóttkví líkur mun rakningateymið senda strikamerki fyrir sýnatökunni, í síðasta lagi kvöldið áður en sóttkví líkur. 
 • Ef einkenni koma fram á sóttkvíartíma þarf að panta einkennasýnatöku á mínum síðum Heilsuveru og fara rakleiðis í sýnatöku. 
 • Ef engin einkenni á sóttkvíartíma er ekki þörf á að panta sýnatöku á mínum síðum Heilsuveru.

Smitgát

 • Rakningateymi ákveður hvort að einstaklingur sem hefur umgengist smitaðan einstakling fari í sóttkví eða smitgát. Þeir sem hafa verið í takmarkaðri umgengni við hinn smitaða er heimilað að sæta smitgátar í stað sóttkvíar.
 • Eingöngu er tekið hraðpróf (Antigen) í smitgát nema ef viðkomandi er kominn með einkenni þá bókar hann sig í PCR próf (sjá einkennasýnataka hér að ofan).
 • Sá sem settur er í smitgát af rakningateymi skal fara í hraðpróf á fyrsta degi og síðan aftur á fjórða degi. Allir fá niðurstöðum úr hraðprófum með SMS skilaboðum.
 • Þegar neikvæð niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt. Viðkomandi fær SMS um að smitgát sé aflétt.
 • Sá aðili sem þarf að sæta smitgát skráir sig á smitgat.covid.is. Foreldrar skrá barnið sitt sem fer í smitgát en ekki sjálft sig, þó svo að foreldri sé með barni í smitgát. Eftir skráningu fær viðkomandi sent strikamerki og upplýsingar um sýnatökustað.
 • Ef niðurstaða úr hraðprófi er jákvæð þarf viðkomandi að fara í PCR próf og í einangrun.
 • Þegar jákvæð niðurstaða liggur fyrir fær viðkomandi PCR strikamerki sent til sín.

Hraðpróf - viðburðir og annað 

 • Þau sem þurfa að sýna neikvætt hraðpróf (Antigen próf) geta komið á Suðurlandsbraut 34.
 • Öll fá vottorð um neikvæða niðurstöðu í tölvupósti. Vottorðið er á ensku og íslensku og með QR kóða.
 • Þau sem eru með rafræn skilríki skrá sig í hraðpróf (Antigen) á mínum síðum Heilsuveru. 
 • Þau sem eru ekki með rafræn skilríki skrá sig á vefsíðunni hradprof.covid.is.
 • Einnig er hægt að mæta án tímapöntunar.
 • Ef niðurstaða úr hraðprófi er jákvæð þarf viðkomandi að fara í PCR próf og einangrun. Strikamerki fyrir PCR prófið verður sent um leið og jákvæð niðurstaða liggur fyrir.

Ferðalög erlendis - PCR próf

 • Gæta þarf að því hvaða kröfur um sýnatökur landið sem ferðast til gerir (PCR eða Antigen). Bókun PCR sýnatöku fyrir ferðalög erlendis fer fram á travel.covid.is.. 
 • Greiða þarf fyrir PCR sýnatökur, 7.000 krónur. Innifalið er sýnataka og vottorð.
 • Eftir að neikvæð niðurstaða hefur fengist fær viðkomandi tölvupóst með vottorðið í viðhengi. Það er á ensku og íslensku og með QR kóða.

Ferðamenn/íbúar sem koma erlendis frá

 • Öll þau sem koma erlendis frá til Íslands þurfa að forskrá sig á heimkoma.covid.is eða visit.covid.is.
 • Þau sem eru búsett á Íslandi eða hafa tengslanet hér á landi (t.d. vinna á Íslandi, heimsækja vini eða ættingja) þurfa að að fara í sýnatöku innan við 48 klst. frá komuna til landsins.
 • Hægt er að fara strax í PCR sýnatöku á Keflavíkurflugvelli við komuna eða í hraðpróf á Suðurlandsbraut 34.
 • Niðurstaða úr sýnatöku er send með tölvupósti.

Ef þú ert með einhverjar spurningar eftir að hafa lesið þetta yfirlit vandlega er hægt að fá aðstoð í netspjalli á heilsuvera.is.

Uppfært 22. september