Nýr heimilislæknir hjá Heilsugæslunni Sólvangi

Mynd af frétt Nýr heimilislæknir hjá Heilsugæslunni Sólvangi
13.09.2021

Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í heimilislækningum við Heilsugæsluna Sólvangi frá 1. september 2021. 

Þórunn lauk kandídatsprófi frá læknadeild Kaupmannahafnarháskóla árið 2009 og fluttist þá heim til Íslands þar sem hún lauk kandídatsári og hlaut almennt lækningaleyfi árið 2011.

Í kjölfarið starfaði hún á bráðamóttöku Landspítalans en hóf svo formlegt sérnám í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efstaleiti árið 2012 og lauk því í febrúar 2018. Hún hefur síðustu þrjú ár starfað sem sérfræðingur í heimilislækningum við Heilsugæsluna Efstaleiti.

Þórunn hefur frá árinu 2013 jafnframt starfað sem stundakennari í samskiptafræðum við læknadeild Háskóla Íslands. 

Við bjóðum Þórunni Jóhönnu velkomna til áframhaldandi starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.