Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Mynd af frétt Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga
09.09.2021
 Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verða samverustundir víðsvegar um landið.

Í aðdraganda dagsins verður hugtakið stuðningur í kjölfar sjálfsvígs „postvention“ sérstaklega kynnt en hugtakið er nú samþykkt af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni sem mikilvægur liður í sjálfsvígsforvörnum.

Í dag er því viðurkennt að bæði forvarnir sjálfsvíga þ.e sem miða að því að koma í veg fyrir sjálfsvíg og stuðningur við aðstandendur og fyrirbyggja þeirra heilsutjón eru samtvinnaðir mikilvægir þættir í sjálfsvígsforvörnum.

Að dagskrá 10. september standa fulltrúar frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta-samtökunum, Rauða krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunni.

Á heimasíðu Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna eru allir hvattir til að kveikja á kerti og setja út í glugga 10. september kl. 20.
• Til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
• Til að tendra ljós til þeirra sem á þurfa að halda
• Til stuðnings forvörnum gegn sjálfsvígum



Facebook-viðburður: Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga 

Nánari upplýsingar veita Kristín Ólafsdóttir kristin@pieta.is s: 6961556 og Grímur Atlason, grimur@gedhjalp.is s: 7776666



Samverustundir víða um land í tilefni Alþjóðadagsins:

Reykjavík:

í Dómkirkjunni föstudaginn 10.sept kl. 18.00.
Dagskráin er eftirfarandi:
• Fundarstjóri – Salbjörg Bjarnadóttir
• Tónlistarflutningur – KK
• Hugvekja - Björn Hjálmarsson læknir / syrgjandi faðir
• Innlegg aðstandanda – Edda Björgvinsdóttir
• Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini

Akureyri:

Í Akureyrarkirkju föstudaginn 10.sept kl. 20.00.
Dagskráin er eftirfarandi:
• Fundarstjóri – Sindri Geir Óskarsson
• Tónlistarflutningur – Margrét Árnadóttir og Kristján Edelstein
• Hugvekja - frá Píeta á Akureyri
• Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini

Keflavík:

Í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 12. september kl. 20.

Samverustund. Sr. Erla Guðmundsdóttir leiðir stundina. Arnór Vilbergsson organisti leikur undir söng hjá Kór Keflavíkurkirkju og Dagný Maggýar segir frá reynslu sinni sem aðstandandi..

Hveragerði:

ÍHveragerðiskirkju: þriðjudaginn 14.september kl.20. Vitnisburður frá aðstandanda, fulltrúi frá Pieta segir frá samtökunum. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Unnur Birna Björnsdóttir annast tónlistina. Stundin er öllum opin. Að samverustund lokinni er boðið upp á kaffibolla í safnaðarheimilinu.

Húsavík:

Í Húsavíkurkirkju föstudaginn 10.september kl.20.  Tónlistarsýningin Aðeins eitt líf/rokkum gegn sjálfsvígum. Samveran er á vegum Tónasmiðjunnar sem er forvarnastarf fyrir ungmenni, sjá nánar á fésbókarsíðu Tónasmiðjunnar.

Egilsstaðir:

Í Egilsstaðakirkju föstudaginn 10.september kl.20. Minningarstund, ávarp, hugleiðing og bæn á samt ljúfum tónum. Prestar Egilsstaðaprestakalls leiða stundina, Ragnhildur Íris Einarsdóttir deilir reynslu sinni. Organisti Torvald Gjerde. Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Kynning á starfi fyrir syrgjendur. Kaffi og spjall.