Bólusetning barnshafandi kvenna gegn Covid 19

Mynd af frétt Bólusetning barnshafandi kvenna gegn Covid 19
27.07.2021

Í ljósi breyttra aðstæðna og þess að ekkert hefur komið fram um hættu af notkun bóluefnanna Pfizer og Moderna fyrir barnshafandi konur er mælt með bólusetningu fyrir þennan hóp.

Almennt er gætt varkárni fyrstu 12 vikur meðgöngu og því fer vel á því að bólusetja eftir þann tíma.

Barnshafandi konum býðst að koma í bólusetningu á Suðurlandsbraut 34 fimmtudaginn 29. júlí. Skráning fer fram á staðnum og nauðsynlegt að hafa með sér skilríki. 
Við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allar þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

Skipulagið er þannig:
Kl. 09.00-10.00   Konur sem eru fæddar í janúar og febrúar
Kl. 10.00-11.00   Konur sem eru fæddar í mars og apríl  
Kl. 11.00-12.00   Konur sem eru fæddar í maí og júní

Kl. 13.00-14.00   Konur sem eru fæddar í júlí og ágúst
Kl. 14.00-15.00   Konur sem eru fæddar í september og október
Kl. 15.00-16.00   Konur sem eru fæddar í nóvember og desember