COVID smit á Sólvangi og í Heimahjúkrun

Mynd af frétt COVID smit á Sólvangi og í Heimahjúkrun
26.07.2021

COVID smit hefur greinst hjá einum starfsmanni á Heilsugæslunni Sólvangi og öðrum starfsmanni heimahjúkrunar HH.  
Enginn annar starfsmaður eða skjólstæðingur hefur reynst smitaður við sýnatöku, sem verður endurtekin um miðja viku.  Aðrir skjólstæðingar hafa verið upplýstir um þörf á smitgát.  Nokkrir starfsmenn eru í sóttkví og aðrir starfsmenn sóttkví C.  Óhjákvæmilegt er að þessi smit hafi áhrif á starfsemina næstu daga. Um helgina þurfti að leita til aðstandenda vegna skjólstæðinga í heimahjúkrun. 

Mánudaginn 26. júlí verður Heilsugæslan Sólvangi lokuð til klukkan 13:00  og engin símsvörun fyrr en klukkan 10:00, ef brýn þörf er á þjónustu er ráðlagt að hafa samband við aðrar heilsugæslustöðvar og bráðavaktina. 
Klukkan 13:00 opnar stöðin með skertri starfssemi. Áhersla verður á símaþjónustu, rafræn samskipti og mínar síður á heilsuvera.is og vonandi næst þannig að sinna flestum erindum.  Bráðaerindum er sinnt til klukkan 16:00 og önnur móttaka sem ekki þolir bið. Síðdegisvakt er lokuð þar til annað verður ákveðið. Skjólstæðingum ráðlagt að leita á síðdegisvaktir annarra stöðva eða læknavaktina ef þess þarf.   Starfsfólk vonar að skjólstæðingar sýni þessu skilning næstu daga.