COVID-19 sóttvarnir hjá HH

Mynd af frétt COVID-19 sóttvarnir hjá HH
22.07.2021

Í ljósi fjölgunar á smitum er mælt með þessu verklagi á heilsugæslustöðvum og öðrum starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

  • Gætum að persónubundnum sóttvörnum. Pössum handþvott, sprittun, fjarlægð og loftræstingu.
  • Ef ekki er hægt að tryggja fjarlægð þarf að nota grímur. Grímur þarf því að nota í flestum samskiptum og á biðstofum.
  • Höfum samskipti eins stutt og hægt er og fækkum fylgdarmönnum þeirra sem leita til stöðvanna.

Mikilvægt er að enginn sem er með einkenni sem bent geta til COVID-19 komi inn á heilsugæslustöð án þess að hafa fyrst farið í sýnatöku og fengið  niðurstöðu úr henni. Öllum öndunarfæraeinkennum er vísað í COVID-19 sýnatöku.

Við leggjum áherslu á að tryggja að fólk fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum og örðum starfsstöðvum okkar þrátt fyrir ástandið.

Fréttin verður uppfærð ef tilmæli og aðstæður breytast.