Dagskrá bólusetninga - Vika 21

Mynd af frétt Dagskrá bólusetninga - Vika 21
21.05.2021

Í viku 21 er er búið að skipuleggja þessar bólusetningar í Laugardalshöll:

  • Miðvikudaginn 26. maí verður Pfizer bólusetning.  
    Þá verða bólusettir aðstandendur langveikra einstaklinga. Einnig er er seinni bólusetning. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00-14:30
  • Fimmtudaginn 27. maí verður AstraZeneca bólusetning. Takmarkað magn er til af bóluefninu og þennan dag er eingöngu seinni bólusetning fyrir þau sem nú þegar hafa fengið fyrri skammt af efninu. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning. Bólusett er 10:30-12:00.

Konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri sprautu af AstraZeneca geta valið um Pfizer eða AstraZeneca í seinni sprautu.

Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku. Við bendum á bólusetningardagatalið varðandi vísbendingar um framhaldið. 

Fyrirkomulag á bólusetningastað 

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

Spurningar  

Ef þú ert með spurningar varðandi fyrirkomulag bendum við á Algengar spurningar um fyrirkomulag bólusetninga

Ef þú hefur spurningar varðandi bólusetningar og heilsufar bendum við á netspjallið á heilsuvera.is.    

Við bendum líka á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar  

Afþakka bólusetningar 

Ef þú vilt hafna bólusetningu alfarið óháð bóluefni, sendir þú nafn þitt og kennitölu á bolusetning@heilsugaeslan.is. Þar er engum spurningum svarað.

Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. 

Frétt uppfærð 18. maí.