Inflúensubólusetningar fyrir áhættuhópa eru hafnar

Mynd af frétt Inflúensubólusetningar fyrir áhættuhópa eru hafnar
16.10.2020

Inflúensubóluefnið er komið á heilsugæslustöðvarnar okkar.

Vegna COVID-19 takmarkana verður áhersla lögð á að bólusetja áhættuhópa til að byrja með.

Áhættuhóparnir eru :

  • 60 ára og eldri
  • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
  • Þungaðar konur

Ef þú tilheyrir þessum hópum getur þú bókað bólusetningu á Mínum síðum á heilsuvera.is. Veldu Tímabókun, svo Bóka tíma og síðan Bóka hjá heilsugæslu.

Aðrir eru beðnir um að bíða þangað til almennar bólusetningar hefjast.

Áhættuhópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi.

Þeir sem tilheyra ekki áhættuhópum borga bæði komugjald og bóluefnið samkvæmt gjaldskrá bólusetninga.

Til að stytta viðveru á stöðinni er best að vera í stutterma bol/skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg.

Mætum á réttum tíma, munum handþvott og grímur og hringjum á heilsugæslustöðina ef einhver einkenni eru til staðar.

 

Fréttin var uppfærð. 21. október