Mikil fjölgun símtala til heilsugæslustöðva

Mynd af frétt Mikil fjölgun símtala til heilsugæslustöðva
27.03.2020

Mikið hefur verið hringt í heilsugæslustöðvarnar okkar undanfarnar vikur.

Á meðfylgjandi mynd má sjá símtöl í aðalsímanúmer þeirra 15 heilsugæslustöðva sem tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Vika 6, fyrsta vikan í febrúar, er til samanburðar og svo koma fyrstu þrjár vikurnar í mars, vika 12 er 16. - 22. mars.

Símtölum hefur því fjölgað mikið á stuttum tíma sem kemur því miður stundum niður á símsvörun.

Þetta hefur þó gengið ótrúlega vel með samstilltu átaki starfsmanna stöðvanna.