Mat á árangri HH 2014-2019

Mynd af frétt Mat á árangri HH 2014-2019
06.02.2020

Búið er að taka saman skýrslu þar sem farið er yfir árangur síðustu fimm ára, með tölum og texta.

Umsvif heilsugæslunnar hafa aukist til muna síðustu ár. Aðgengi að þjónustu er gott, þar sem bráðavanda er sinnt samdægurs og aukin áhersla á þverfaglega verkferla og mismunandi þjónustuform, s.s. aukna rafræna þjónustu. Þetta skilar betri heilbrigðisþjónustu og bættu heilbrigði þar sem áhersla er lögð á að veita rétta þjónustu á réttum stað á réttum tíma.

Töluverðu viðbótar fjármagni hefur verið varið til heilsugæslunnar síðustu ár. Stór hluti þessa fjármagns hefur farið í einstaka skilgreind verkefni eins og t.d. geðheilsuteymi í hverfum borgarinnar, sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna, þjónustu sjúkraþjálfara og eflingu heimahjúkrunar með þverfaglegu endurhæfingarteymi. Þá hefur töluvert fjármagn farið í styrkingu á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu til að efla gæði, skilvirkni og þróun á verkferlum í heilbrigðiskerfi utan spítala.

Við erum stolt af árangrinum og hvetjum áhugasama til að kynna sér efni skýrslunnar.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - Mat á árangri 2014-2019