Handþvottur

Mynd af frétt Handþvottur
03.02.2020

Ein árangursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir sýkingar er handþvottur.

Hendurnar eru allan daginn í snertingu við hluti sem geta borið smit og þó flestar örverur valdi ekki sjúkdómum leynast inn á milli örverur og sníkjudýr sem valda sýkingum.

Á vefnum heilsuvera.is eru mjög góðar leiðbeiningar um um handþvott og mikilvægi hans sem allir ættu að kynna sér.

Þar er farið yfir:

  • Hvenær á að þvo hendur
  • Hvernig þvoum við hendurnar
  • Hvað smitast með höndum.

Þar eru líka leiðbeiningar með myndum af handþvotti sem er tilvalið að prenta út og hengja upp þar sem fólk þvær sér um hendurnar.

Handþvottur minnkar ekki einungis hættu á Kórónaveirusmiti, heldur smitast fjölmargir aðrir sjúkdómar með höndunum, til dæmis  kvef, inflúensa, lungnabólga, njálgur, ýmsar matarsýkingar, niðurgangur og aðrar sýkingar í meltingarfærum.