Heilsuvera.is á flugi - tölfræðin

Mynd af frétt Heilsuvera.is á flugi - tölfræðin
13.01.2020
Þekkingarvefurinn heilsuvera.is fór í loftið í nóvember 2017. Vefnum er ætlað að koma áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis á framfæri við almenning.  Efnið kemst ekki til skila ef almenningur veit ekki af vefnum og því hafa heimsóknir verið mældar nákvæmlega frá því í apríl 2018. 

Eins og sjá má á myndinni hefur fjöldi heimsókna um það bil þrefaldast frá því í apríl 2018 til desember 2019.  Af þeim sem koma inn á vefinn skoða 65% efni á þekkingarvefnum, 30% fara beint inn á „mínar síður“ og 5% fara að skoða þjónustuvefsjána. Flettingar á þekkingarvefnum voru ríflega 4 milljónir á árinu 2019 í 1,7 milljón heimsóknum.