Síðdegisvakt á Heilsugæslunni Sólvangi

Mynd af frétt Síðdegisvakt á Heilsugæslunni Sólvangi
13.06.2019

Á Heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. 

Heilsugæslan er opin 8:00 til 16:00 alla virka daga fyrir bókaða móttöku, heilsuvernd og símaráðgjöf. Einnig er boðið upp á samdægursmóttöku fyrir smáslys og bráð erindi. Einfaldast er að óska eftir lyfjaendurnýjun á Mínum síðum Heilsuveru með rafrænum skilríkum. Það er líka tekið á móti lyfjaendurnýjunum 9:00-11:30 alla virka daga í síma 513-6202, sjá nánar hér á vefnum.

Síðdegisvakt heilsugæslunnar er opin 16:00-18:00 virka daga fyrir bráð stutt erindi og smáslys. Fram til þessa hefur verið bókað samdægurs á síðdegisvaktina en frá og með þriðjudeginum 18. júní verður því hætt. Skjólstæðingum okkar er bent á að mæta á vaktina þar sem fyrirfram tímabókun er óþörf.

Með þessu vonumst við til að geta sinnt betur þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Við bendum þeim sem eiga við fjölþættan eða langvarandi vanda að stríða að leita frekar eftir þjónustu á daginn. 

Komi fleiri á síðdegisvaktina en við náum að sinna þann daginn verðum við því miður að vísa þeim á önnur úrræði.