Nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar

07.11.2018
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur störf 1. desember.

Ragnheiður Ósk er sviðsstjóri skólasviðs á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og kennslustjóri sérnáms í heilsugæsluhjúkrun. 

Hún hefur starfað hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðan 2004, með árshléi þegar hún var deildarstjóri barnadeildar Landspítalans. Áður starfaði hún meðal annars hjá Landspítala, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, mest á barnadeildum.

Ragnheiður Ósk er með MA í mannauðsstjórnun frá HÍ, MS í hjúkrunarfræði frá HÍ og BS í hjúkrunarfræði frá HA.

Hún hefur kennt við HÍ, HA og víðar og haft umsjón með meistaranámi í HA og HR auk þess að skipuleggja námskeið og fræðsludaga fyrir skólahjúkrunarfræðinga og aðra.

Hún hefur stýrt og tekið þátt í ýmsum þróunar- og rannsóknarverkefnum, bæði á landsvísu og í alþjóðlegu samstarfi.

Við bjóðum Ragnheiði Ósk velkomna til áframhaldandi starfa hjá HH.