Þrír sóttu um starf yfirlæknis Geðheilsuteymis HH vestur

19.06.2018

Umsóknarfrestur um starf yfirlæknis Geðheilsuteymis vestur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins rann út 22. maí síðastliðinn.

Þrír umsækjendur voru um starfið: 

  • Ingólfur Sveinn Ingólfsson
  • Víðir Sigrúnarson
  • Þuríður Halla Árnadóttir

Umsóknirnar eru nú hjá Stöðunefnd framkvæmdastjóra/stjórnenda lækninga til umsagnar.