Nýr fagstjóri hjúkrunar í Heilsugæslunni Hamraborg

Mynd af frétt Nýr fagstjóri hjúkrunar í Heilsugæslunni Hamraborg
02.02.2017

Alma María Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin sem fagstjóri hjúkrunar við Heilsugæsluna Hamraborg, frá 1. febrúar 2017. 

Alma lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Hún er með alþjóðleg réttindi sem brjóstagjafarráðgjafi, hefur lokið diplómanám í klínískri heilsugæsluhjúkrun og stundar nú meistaranám í heilsugæsluhjúkrun. 

Alma hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í sautján ár, frá árinu 1999. Hún hefur starfsreynslu sem stjórnandi bæði sem hjúkrunarframkvæmdastjóri á Læknastöðinni í Mjódd, síðar Húðlæknastöðinni og sem deildarstjóri í ungbarnavernd.

Við bjóðum Ölmu velkomna til áframhaldandi starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.