Allar heilsugæslustöðvar HH nota Veru

Mynd af frétt Allar heilsugæslustöðvar HH nota Veru
20.12.2016

Nú eru allar fimmtán heilsugæslustöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) byrjaðar að nota Veru. Síðast bættust í hópinn Heilsugæslan Efstaleiti og Heilsugæslan Hlíðum.

Þessi áfangi er mikið ánægjuefni og liður í að bæta þjónustu heilsugæslunnar. Þeir sem eru skráðir á heilsugæslustöðvar HH eru hvattir til að nýta sér þennan möguleika til samskipta við sína stöð.

Heilsuvera.is er öruggt vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Til að auka öryggi við innskráningu er krafist rafrænna skilríkja.

Í Veru er hægt að panta tíma og endurnýja ákveðin lyf og auk þess er aðgangur að lyfseðlalista, lyfjaúttektum, bólusetningaupplýsingum og upplýsingum um skráðan heimilislækni eða heilsugæslu.

Foreldrar/forráðamenn hafa aðgang sjúkraskrárgögnum barna sinna að 15 ára aldri. Fjórar heilsugæslustöðvar hjá HH bjóða að auki upp á einfaldar fyrirspurnir.

Hér getur þú opnað Heilsuveru: www.heilsuvera.is