Lífsstíll - áskoranir heilsugæslu - Fræðadagar 2016

10.10.2016

Fræðadagar heilsugæslunnar verða 3. og 4. nóvember 2016 á Grand hóteli.

Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og þetta er áttunda árið sem sem þeir eru haldnir.

Þema daganna er lífsstíll og hvað heilsugæslan getur gert, skoðað frá ýmsum hliðum.


Þróunarsvið heilsugæslunnar hefur umsjón með Fræðadögum en skipulagsstjóri Fræðadaganna  2016 er Helga Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur Heilsugæslunni Árbæ.

Á Fræðadagasíðunni er allt um dagskrána og þátttökuskráning.

Þegar nær dregur bætast þar við við útdrættir erinda.