Átján sérfræðingar í heimilislækningum

Mynd af frétt Átján sérfræðingar í heimilislækningum
10.10.2016

Föstudaginn, 6. október voru útskrifaðir átján sérfræðingar í heimilislækningum. Það er met, aldrei áður hafa útskrifast svo margir í einu.
 
Útskriftin fór fram á Heimilislæknaþingi Félags íslenskra heimilislækna sem haldið var á Grand hóteli.
 
Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum sem tekur fimm ár.
 
Á myndinni eru sextán af nýju sérfræðingunum og umsjónarmenn sérnámsins.

Við óskum nýjum sérfræðingum til hamingju.