Ráðning sjö sálfræðinga hjá HH

Mynd af frétt Ráðning sjö sálfræðinga hjá HH
03.08.2016

Þann annan júní voru auglýst til umsóknar ný störf sálfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Alls sóttu 26 um en einn dró umsókn til baka.

Fjölgun sálfræðinga hjá HH er liður í því að efla sálfræðiþjónustu við börn og unglinga á heilsugæslustöðvum okkar.

Hér eru nöfn þeirra sem voru ráðnir:

  • Alda Ingibergsdóttir, Heilsugæslan Efstaleiti
  • Auður Erla Gunnarsdóttir, Heilsugæslan Hvammi
  • Gunnar Karl Karlsson, Heilsugæslan Árbæ
  • Hólmfríður Dögg Einarsdóttir, Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
  • Magnús Baldursson, Heilsugæslan Garðabæ
  • Sigríður Snorradóttir, Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ
  • Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, Heilsugæslan Miðbæ

Við bjóðum þau velkomin til starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.