Heilsugæslan Seltjarnarnesi flytur aftur á Suðurströnd 7. desember

Mynd af frétt Heilsugæslan Seltjarnarnesi flytur aftur á Suðurströnd 7. desember
01.12.2015

Heilsugæslan Seltjarnarnesi flytur aftur á Suðurströnd 7. desember eftir ársdvöl á Landakoti.

Lokað verður vegna flutninga frá kl. 12:00 fimmtudaginn 3. desember.

Stefnt er að því að opna aftur á hádegi mánudaginn 7. desember.

Meðan á lokun stendur geta skjólstæðingar leitað til annarra heilsugæslustöðva í bráðatilvikum.

Starfsfólk  hlakkar svo til að taka á móti skjólstæðingum í endurbættu húsnæði stöðvarinnar.