Heilsa og heilbrigðisþjónusta á Íslandi í samanburði við ríki OECD

Mynd af frétt Heilsa og heilbrigðisþjónusta á Íslandi í samanburði við ríki OECD
03.12.2015

Skýrsla OECD, Health at a glance 2015, kom út nýlega. Hún sýnir samanburð á heilsu, áhrifaþáttum heilsu og heilbrigðisþjónustu í aðildarlöndum OECD árið 2013. 

Á dögunum birtist mjög áhugaverð frétt á vef Embættis landlæknis um hvað skýrslan segir um heilsu og heilbrigðisþjónustu á Íslandi í samanburði við ríki OECD.

Almennt séð kemur Ísland vel út í samanburði við aðrar þjóðir í skýrslunni. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá niðurstöður um ævilengd karla og kvenna, ungbarnadauða og ungbarnavernd ásamt mæðravernd.

Heilsugæslan á stóran hluta í góðum árangri, en ábendingar og áskoranir eru nefndar sem heilsugæsla er í lykilhlutverki við að leysa. Hana þarf því að efla eins og kemur fram í fréttinni. 

Lesa frétt á vef Embættis landlæknis:
Heilsa og heilbrigðisþjónusta á Íslandi í samanburði við ríki OECD

Hér er skýrsla OCED í heild;
Health at a Glance 2015: OECD Indicators