Patch Adams

Mynd af frétt Patch Adams
26.05.2015

Nú snýr heimsþekkti trúðurinn, læknirinn og  fyrirlesarinn Patch Adams aftur til Íslands í júní á vegum Hugarafls.

Hann verður með vinnusmiðju þann 10. júní kl. 13.00-17.00, í sal KFUM og KFUK að Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Vinnusmiðjan nefnist „What is your love strategy?“ og er lýst á þessa leið:

„One -to-three hour lecture on the importance of having a strategy for loving yourself, the planet and others. Patch provides insights into the need for such a strategy and also takes a close look at the conception of love and the theory of strategy. Patch offers his approach and helps the audience design, explore and implement their own love strategy.“

Verð á vinnusmiðju er kr. 15.000 og þarf fólk að skrá sig á hana með því að senda okkur póst á  hugarafl@hugarafl.is Í póstinum þarf að koma fram nafn og kennitala þeirra sem vilja vera í vinnusmiðjunni. Veitingar eru innifaldar í verði.

Einnig verður Patch með fyrirlestur í Háskólabíói þann 14. júní kl 19:30. Íslenskir listamenn taka á móti gestum með óvæntum uppákomum. 

Verð á fyrirlestur er kr. 3800 í forsölu og 2800 í almennri sölu. Hægt verður að kaupa miða á fyrirlesturinn í Háskólabíó á www.midi.is.

Frekari upplýsingar fást í ofangreindum tölvupósti eða í síma 414-1550

Upplýsingar um Patch Adams fást á heimasíðu hans : www.patchadams.org

Missið ekki af þessum einstaka viðburði!