Áramótagjöf mæðraverndar Þróunarsviðs HH

Mynd af frétt Áramótagjöf mæðraverndar Þróunarsviðs HH
02.01.2015

Fróðleiksmolar mæðraverndar Þróunarsviðs hafa komið út reglulega síðan 2010 og eru búnir að festa sig í sessi sem hagnýtt hjálpartæki í mæðravernd. Starfsfólk mæðraverndar Þróunarsviðs hefur samið molana og í upphafi leiddi Þóra Steingrímsdóttir fyrrverandi yfirlæknir það starf. 

Allir molarnir hafa nú verið yfirfarnir og koma því í stað fyrri mola. Sumir molarnir hafa verið sameinaðir til einföldunar og einstaka moli hefur verið felldur út. Nýir fróðleiksmolar munu áfram koma út og eldri molar yfirfarnir og endurskoðaðir reglulega.

Allt efnið; fróðleiksmolar, vinnuleiðbeiningar og klínískar  leiðbeiningar hefur nú verið flokkað í grófa efnisflokka til að auðvelda leit og aðgengi. 
 
Þetta fræðsluefni er aðgengilegt á hér á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og nýtist vonandi bæði fagfólki og verðandi foreldrum um land allt.

  • Mæðravernd - Leiðbeiningar

Við óskum ykkur gleðilegs árs, þökkum gott samstarf á undanförnum árum og hlökkum til samvinnu á nýju ári.

Ragnheiður I. Bjarnadóttir
Ósk Ingvarsdóttir
Karitas Ívarsdóttir
Ragnheiður Bachmann
Elín Eiríksdóttir