Verkfall lækna 8. og 9. desember

Mynd af frétt Verkfall lækna 8. og 9. desember
08.12.2014
 

Á hverri heilsugæslustöð verður aðeins yfirlæknir við störf. Hann sinnir aðeins læknisþjónustu ef brýna nauðsyn ber til.

Öll önnur þjónusta sem læknar veita eða koma að fellur niður.  Þannig fellur niður bókuð móttaka lækna, mæðravernd og ungbarnavernd þar sem læknir er með, dag- og síðdegisvaktir og fleira.

Lyfjaendurnýjanir falla niður nema í neyðartilfellum þegar um lífsnauðsynleg lyf er að ræða.

Ef um vafamál er að ræða er meginreglan að sjúklingurinn njóti vafans og sérstök aðgát verður höfð með börn.

Læknavaktin Smáratorgi verður opin frá 17:00 til 23:30, en ekki verður um neina aukamönnun að ræða þar.