Græn skref í ríkisrekstri

Mynd af frétt Græn skref í ríkisrekstri
28.11.2014

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur skráð sig til leiks í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri, sem snýst um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. 

Auk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru núna tólf stofnanir þátttakendur í verkefninu, sem hleypt var formlega af stokkunum 26. nóvember síðastliðinn. 

Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna og draga úr rekstrarkostnaði.

Þær aðgerðir sem Grænu skrefin ná til snerta sex þætti, þ.e. innkaup, miðlun og stjórnun, fundi og viðburði, flokkun og minni sóun, rafmagn og húshitun og loks samgöngur. 

Skrefin eru innleidd í fjórum áföngum, en fimmta og síðasta skrefið sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi.

Græn skref í ríkisrekstri byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa tekið þátt í verkefninu.

Nánari upplýsingar um Græn skref í ríkisrekstri má finna á vef verkefnisins, www.graenskref.is