Starfsemin fer vel af stað á Landakoti

Mynd af frétt Starfsemin fer vel af stað á Landakoti
07.10.2014

Þann 29. september hóf  Heilsugæslan Seltjarnarnesi starfsemi á Landakotsspítala og er reiknað með að Heilsugæslan verði þar í um það bil 10 mánuði. Ástæða flutninganna er gagngerar breytingar og endurnýjun á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar við Suðurströnd.

Opnað var á Landakoti mánudaginn 29. september og fer starfsemin afar vel af stað að sögn starfsfólks. 

Heilsugæslan Seltjarnarnesi hefur aðstöðu á þremur hæðum á Landakoti. Læknamóttaka er á 2. hæð. Gengið er inn frá Túngötu og þar eru veittar nánari leiðbeiningar í móttöku í anddyri spítalans.

Bílastæði fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar eru á gjaldstæðum við Landakotskirkju.

Stöðin var lokuð 25. og 26. september en starfsfólkið sat ekki aðgerðalaust heldur tók virkan þátt í flutningunum sem gengu vel. Það er því ljóst sem fyrr að starfsfólk Heilsugæslunnar lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bretta upp ermar.