Lokað verður á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi 25. og 26. september

Mynd af frétt Lokað verður á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi 25. og 26. september
19.09.2014

Lokað verður á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi vegna flutninga fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. september.   

Ef erindi má ekki bíða, þá hafið samband við aðrar heilsugæslustöðvar, læknavaktina eftir kl. 17 og í síma 112 í neyðartilfellum.

Opnað verður á Landakoti mánudaginn 29. september, þar sem áætlað er að stöðin starfi í 10 mánuði meðan endurbætur standa yfir á húsnæðinu við Suðurströnd.

Verið er að ráðast í gagngera endurnýjun á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar við Suðurströnd. Skipulagi verður að nokkru leyti breytt; sérstaklega verður aðstaða ungbarnaverndar bætt. Þá verða endurnýjaðar allar lagnir, rafkerfi og loftræstikerfi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið eftir 10 mánuði.

Heilsugæslan Seltjarnarnesi mun hafa aðstöðu á þremur hæðum á Landakoti. Læknamóttaka verður á 2. hæð. Gengið er inn frá Túngötu og eru veittar nánari leiðbeiningar í móttöku í anddyri spítalans.

Bílastæði fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar eru á gjaldstæðum við Landakotskirkju.